Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í verði í dag eftir að hafa hækkað talsvert framan af degi. Hækkun olíuverðs ýtti niður verði ýmissa bréfa í tæknifyrirtækjum, sem strokaði út þá hækkun sem orðið hafði á orkufyrirtækjum í Dow Jones-vísitölunni.

Standard & Poor's lækkaði um 0,3% og Dow Jones janfmikið. Nasdaq lækkaði um 0,9%. Olíuverð náði hæst 110,10 dollurum á tunnu, sem er hæsta innandagsverð á framvirkum olíusamningum síðan viðskipti með slíka hófust árið 1983.

Helsta orsök hækkandi olíuverðs er talin vera væntingar um að OPEC-ríkin ákveði að draga úr olíuframleiðslu á næsta fundi sínum, sem verður haldinn þann 5.mars.

Apple, Google og Macy's lækkuðu öll í dag, og Verizon Communications togaði vísitölu símafyrirtækja talsvert niður. Talið er að hagnaður slíkra fyrirtækja muni dragast saman vegna væntrar aukinnar samkeppni. AT&T tilkynnti til að mynda nýja áskriftarleið, þar sem fasts, lágs verðs verður krafist fyrir ótakmörkuð símtöl.

Exxon Mobil, stærsta olíufyrirtækið, náði sínum hæstu hæðum síðasta mánuðinn.