Viðskiptahalli Bandaríkjanna í júlí nam 62,2 milljörðum dala (5.677 milljarðar íslenskra króna) og hefur ekki verið meiri síðan í mars 2007. Viðskiptahallinn var 58,8 milljarðar dala í júní.

Innflutningur á hráolíu jókst um 15% milli mánaðanna og því var viðskiptahallinn á eldsneyti eingöngu 43,3 milljarðar dala. Sé eldsneyti tekið út úr mælingunni hefur viðskiptahallinn ekki verið minni síðan í október 2002.

Útflutningur frá Bandaríkjunum jókst vegna veikingu Bandaríkjadals, um 3,3% upp í 168,1 milljarð dala sem er met.

BBC greindi frá.