Breska olíu- og gasleitarfyrirtækinu Cairn Energy mistóks að finna nægt magn af nýtanlegri olíu á landgrunni Grænlands undir botni Baffinsflóa. Kostnaðurinn við leitina fram til þessa nemur 640 milljónum punda, jafnvirði 120 milljörðum íslenskra króna. Breska dagblaðið Guardian segir miklar líkur á að fyrirtækið hætti við oliuborun eftir áramót.

Simon Thomson, forstjóri Cairn Energy, segist í samtali við blaðið að þrátt fyrir þetta sé hann bjartsýnn á að olíu muni í framtíðinni finnast við Grænland.

Náttúruverndarsinnar á borð við Grænfriðunga höfðu gagnrýnt olíuleit fyrirtækisins við Grænland. Rannsóknir hafa staðið yfir í nokkur ár en í kringum þrjátíu ár eru síðan talið var að olía gæti fundist við Grænland. Olíuleit var boðin út árið 2007 og hófst borun í fyrra.