Olíulekinn úr borholu BP á Mexíkóflóa þykir yfirþyrmandi. Misvísandi upplýsingar eru þó um það magn olíu sem flætt hefur í sjóinn. Bandaríska tímaritið Newsweek hefur þó reiknað út að miðað við að 3,8 milljónir tunna hafi þegar flætt úr borholunni, þá samsvarar það samt „ekki nema” olíunotkun Bandaríkjamanna í 4 klukkustundir og 24 mínútur. Samkvæmt tölum blaðsins eru um 19 milljónir tunna af olíu notaðar á degi hverjum í Bandaríkjunum.