Sádí-arabíski olíuráðherrann Ali al-Naimi kom félögum sínum hjá Samtökum olíuframleiðsluríkjanna (OPEC) á óvart, í Houston í Dallas í gær, þegar hann sagðist vera tilbúinn að láta olíuverð fara niður í 20 dali tunnuna. Þetta verð myndi gera útaf við mörg OPEC ríkin. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Naimi útlokaði sameiginlega ákvörðun um minni framleiðslu olíuframleiðsluríkjanna til að bregðast við offramboði sem hefur valdið 70% lækkun á olíu síðan í júlí 2014. Talið er að offramleiðsla nemi um 1 milljón tunna á dag.

Naimi sagði á fundinum að olíuframleiðendur sem væru með óhagkvæmar lindir, sem kostar allt að 60 dali að dæla upp, þurfi einfaldlega að fara á hausinn. Hann sagði að Sádí-Arabar vildu ekki fara með verðið niður í 20 dali, en þeir myndu gera það ef þyrfti.

Olíuverð á WTI olíu hrundi í verði í gær, eða um rúm 5%, en hefur hækkað um í dag um 0,56%.