Árið 2015 var innlend olíunotkun 523 þúsund tonn og olía seld innanlands til millilandaflutninga 261 þúsund tonn. Er um 92% af olínotkun vegna samgangna á landi og fiskveiða.

Í spá Orkustofnunar um olíunotkun til ársins 2050 gera þeir ráð fyrir að aðrir orkugjafar en olía verði búin að ná góðri fótfestu í lok spátímabilsins.

Þannig gera þeir ráð fyrir að innlennd notkun fari niður í 313 þúsund tonn árið 2050, en millilandanotkun haldi áfram að aukast og fari í 635 þúsund tonn. Þannig fari heildarnotkunin úr 784 þúsund tonnum í 948 þúsund tonn. Spá þeir að olíunotkun muni standa í stað á næstu árum en fari síðan minnkandi upp úr 2020.