Olíuráðherra Sádi-Arabíu, Ali Naimi, segir að OPEC ríkin þurfi ekki að skerða framleiðslu sína frekar, en þau ummæli urðu til þess að olíufatið féll enn frekar í gær, en það seldist á 52,11 Bandaríkjadali á hádegi í gær, segir í frétt Dow Jones.

Naimi segir að framleiðsluskerðing sé ekki heppileg þegar markaðurinn sé í bataferli, og sagði að markaðsaðstæður væru nú mun betri en í október.

Hann segir markaðinn nú haga sér eðlilega og að OPEC ríkjunum hafi tekist vel til í að stjórna olíubirgðum heimsins, en þær hafa minnkað.

Olíverð hefur lækkað um tæpan þriðjung síðan það náði hámarki í 78,4 Bandaríkjadölum í júlí á síðasta ári.