Mörg af stærstu olíufyrirtækjum heims hafa undanfarið hætt við ýmis verkefni vegna lágs heimsmarkaðsverðs á olíu, en olíuverðið hefur haldist lágt frá síðasta sumri og ekki útlit fyrir að það komi til með að hækka mikið á næstunni. Þannig kostar til að mynda tunnan af Norðursjávarolíu um 54 dali í dag en fyrir ári síðan var verðið næstum tvöfalt hærra.

Meðal þeirra olíurisa sem hætt hafa við stórar fjárfestingar að undanförnu eru BP, Royal Dutch Shell, Chevron, Statoil og Woodside Petroleum. Breska blaðinu Financial Times telst til að verkefnin sem hætt hefur verið við vegna lágs olíuverðs séu 46 talsins og verðmæti þeirra sé í heildina um 200 milljarðar dala. Fjárhæðin jafngildir 26.400 milljörðum íslenskra króna.

Nánar á vef Financial Times.