Hollenska olíufyrirtækið Royal Dutch Shell hefur gefið út að það muni kaupa keppinaut sinn frá Bretlandi, BG Group, fyrir 47 milljarða punda. Fjárhæðin jafngildir tæpum tíu þúsund milljörðum íslenskra króna. BBC News greinir frá málinu.

Í tilkynningu frá Royal Dutch Shell segir að fyrirtækin hafi komist að samkomulagi um kaupin. Samningurinn kann að verða sá stærsti sem gerður verður á þessu ári en hið sameinaða fyrirtæki yrði metið á meira en 200 milljarða punda.

Royal Dutch Shell mun greiða kaupverðið með peningum og hlutabréfum, að því er segir í tilkynningu. Hluthafar BG Group munu eftir kaupin eiga um 19% hlut í hinu sameinaða félagi.