Stærsta olíufélag heims, Exxon Mobil Corp., skilar mestum gróða bandarískra fyrirtækja á þessu ári líkt og því síðasta Fyrirtækið græðir nú sem aldrei fyrr á þeim gríðarlegu olíuverðshækkunum sem dunið hafa yfir heimsbyggðina á síðustu mánuðum.

Tekjur Exxon jukust um 56% á þriðja ársfjórðungi þessa árs vegna methækkana á olíu og fjórföldunar á verði annarra kemískra efna sem félagið verslar með. Netto tekjur Exxon fyrstu níu mánuði ársins 2004 voru 16,9 milljarðar dollara og er gert ráð fyrir að nettó tekjurnar fari á þessu ári yfir fyrra met sem var 21,5 milljarðar dollara. Gróðinn hrúgast því upp hjá Exxon líkt og BP Plc. og fleiri olíufélögum. Má því segja að viðleitni hryðjuverkamanna við að koma höggi á vesturlönd hafi heldur betur skarað eld að mestu gróðafyrirtækjum andstæðinga þeirra.