Olíusjóðurinn í Qatar (e. Qatar sovereign wealth fund) keypti fyrir áramót 5,2% hlut í skartgripaframleiðandanum Tiffany & Co. Eru þetta fyrstu stóru kaup sjóðsins á bandarískum hlutabréfamarkaði. Verðmæti hlutarins nemur um 440 milljónum dala, um 55 milljörðum króna.

Olíusjóðurinn hefur fjárfest mikið í evrópskum kauphöllum undanfarin ár. Sjóðurinn á 17% hlut í þýska bílaframleiðandanum Volkswagen, sem aftur á þýska Audi og ítalska Lamborghini.

Einnig á sjóðurinn 1% hlut LVMH sem á m.a. tískuvöruframleiðandann Louis Vuitton, Dior og kampavínsframleiðandann Dom Pérignon.

Sjóðurinn á jafnframt Harrods lúxusverslunina í Lundúnum.

Sala á munaðarvörum eykst
Sala á munaðarvörum eykst
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)