Olíusjóður Norðmanna hefur tilkynnt um kaup á þremur stórum fasteignum í París í Frakklandi fyrir samtals um 46 milljarða íslenskra króna en kaupin eru gerð í samvinu við Axa og á hvor um sig helmingshlut. Fasteignakaupin nú er fjórðu fasteignakaup olíusjóðsins eftir að honum var gert heimilt að fjárfesta fyrir allt að 5% af eignum sínum í fasteignum. Áður hafði sjóðurinn keypti átta fasteignir miðsvæðis í París fyrir 112 milljarða íslenskra króna og fyrir um ári keypti sjóðurinn 25% hlut Regent Street fasteignasafni af The Crown Estate fyrir um 450 milljónir punda eða jafnvirði liðlega 83 milljarða íslenskra króna.