Vægi evrópskra ríkisskuldabréfa í eignasafni norska olíusjóðsins er of hátt og er verið að skoða uppstokkun á því. Þetta segir Tornd Grande, forstjóri sjóðsins.

Dow Jones-fréttaveitan bendir í umfjöllun sinni um olíusjóðinn í dag að evrópsk ríkisskuldabréf séu um 12% af heildareignum hans. Eignir norska olíusjóðsins nema jafnvirði 620 milljarða bandaríkjadala, tæpum 80 þúsund milljörðum íslenskra króna. Því samkvæmt nemur verðmæti evrópsku bréfanna rúmum 74 milljörðum dala. Hlutfall bréfanna á móti öðrum eignum hefur haldist nokkurn vegin óbreytt í tæp tíu ár.

Á meðal eignanna eru spænsk ríkisskuldabréf.

Grande segir í samtali við fréttaveituna skuldakreppuna á evrusvæðinu skýra ástæðu þess að verið sé að skoða endurmat á vægi ríkisskuldabréfa í sjóðnum.