Norski olíusjóðurinn hefur nú náð þeim tímamótum að vera orðin jafnstór og CalPERS, stærsti lífeyrissjóður Bandaríkjanna.

Tilgangur sjóðsins er að fjárfesta stóran hluta af hagnaði Norðmanna af olíuframleiðslunni.

Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 eftir miklar umræður á norska þjóðþinginu og er hlutverk hans að fjármagna norska lífeyriskerfið. Sjóðurinn er rekinn af Seðlabankanum og námu eignir hans á fyrsta ársfjórðungi þessa árs yfir 1.480 milljörðum norska króna (245 milljarðar bandaríkjadollara). Sjóðurinn er nú orðinn jafnstór stærsta lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum, CalPERS. Frá árinu 1998 var fékk sjóðurinn heimildir til að fjárfesta erlendis fyrir allt að 50% af eignum sínum. Nafnávöxtun sjóðsins á árinu 2005 var 14,3% í norskum krónum og munar þ.ar mestu um ávöxtun í hlutabréfum sem nam 22,5% á móti 3,8% ávöxtun á skuldabréfum.

Frá árinu 1997 hefur meðaltalsávöxtun sjóðsins numið 6,3% á ári eða alls um 309 milljarða norska króna. Að teknu tilliti til verðbólgu og stjórnunarkostnaðar hefur árleg raunávöxtun sjóðsins numið um 4,5% að meðaltali.

Norski ríkislífeyrissjóðurinn (olíusjóðurinn) er í eigu norska ríkisins og er stjórnað af hinu opinbera. Frá því 1.janúar s.l. er hið opinbera nafn sjóðsins The Government Pension Fund (Statens pensjonsfond), en áður hét sjóðurinn á ensku. The Petroleum Fund of Norway eða Oljefondet á norsku.

Byggt á frétt á heimasíðu Landssambands lífeyrissjóða, www.ll.is