Olíuskip stendur nú í ljósum logum nærri höfninni í Dubai í Arabíska furstadæminu eftir að flutningaskip keyrði á það. Samkvæmt frétt AP fréttastofunnar hafa engir farist í þessu óhappi, en tveim sjómönnum var bjargað úr sjónum.

Áreksturinn varð í siglingarennu um átta kílómetra frá Jebel Ali höfninni sem er sú stærri af tveim megin höfnum í Dubai. Mikill og kolsvartur reykur stígur til himins og sést langt að.

Um leið og áhöfn skipsins reynir að slökkva eldinn er lögð áhersla á að koma skipinu úr siglingarennunni svo hún teppist ekki af það sekkur.