Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að falla, en í viðskiptum snemma dags í Asíu féll verðið á olíuverð niður fyrir 28 Bandaríkjadali á tunnu.

Verð á léttri Nymex hráolíu féll í 27,55 dali og lækkaði um 0,91 dal í viðskiptum dagsins. Þetta er lægsta verð í viðskiptum innan dags síðan 2003. Verð á Brent hráolíu lækkaði í dag um 66 sent og er þegar þetta er skrifað 28,08 dalir. Olíuverð hefur lækkað um 70% síðan það náði hámarki árið 2014, en þá var verðið rétt undir 120 dali..

Til að setja olíuverð í samhengi þá eru 28,08 Bandaríkjadalir 3.654 krónur. Spartilboð A á pitsastaðnum Domino's kostar 3.750 krónur. Það er því ódýrara að kaupa olíutunnu sem inniheldur 159 lítra af olíu heldur en Spartilboð A