Heimsmarkaðsverð á olíu fór undir 120 Bandaríkjadali á tunnu í dag. Aukin framleiðsla OPEC ríkjanna og samdráttur í bandarísku efnahagslífi er það sem veldur lækkuninni.

Framangreint vegur þyngra en stormur í Mexíkó-flóa sem veldur röskun á framleiðslu, vinnslu og flutningi olíu þar.

Lækkun fyrri part dags hefur þó gengið til baka að einhverju leyti seinni partinn, en olíuverð hefur þegar þetta er skrifað lækkað um 2,9% í dag og kostar tunnan nú á 121,5 Bandaríkjadali.