Verð á hráolíu heldur áfram að hækka og fór tunnan yfir 107 bandaríkjadali í New York. Þegar þetta er skrifað, kl. 16:07 stendur verðið í 106,7 bandaríkjadölum á tunnuna.

Að mati Bloomberg fréttaveitunnar er ástæðan fyrir hækkandi verði í dag talin sú að mikið er keypt af olíu. Svo virðist sem fjárfesta kaupi olíu til að festa fjármagn sitt þar sem óttast er að bandaríkjadalur komi til með að lækka enn frekar.

Önnur meginástæða fyrir frekari hækkun er sú að OPEC ríkin hafa þegar sagt að framleiðsla á olíu verði ekki aukin í bráð.