Nú síðdegis var hráolíuverð á tunnu til afgreiðslu í febrúar komið niður í 35,40 dollara á markaði NYMEX í New York. Er lækkunin innan dagsins -5,04% og -61,03% miðað við heilt ár.

Olía hefur einnig verið að lækka á hrávörumarkaði í London þó hækkun hafi verið merkjanleg um tíma í dag. Þannig er olía til afgreiðslu í mars nú skráð hjá Brent Crude á 46,47 dollara tunnan sem er -2,41% lækkun innan dagsins. Það er -48,22% lækkun miðað við heilt ár.

Olía til húshitunar og gas hefur einnig lækkað á markaði NYMEX í dag, en verð á ethanoli stendur í stað. Aftur á móti hefur verð á matvælum eins og korni, soyabaunum og hvítum sykri hækkað á markaði í dag. Sömu sögu er að segja af kaffi, en kakó lækkaði í verði.