Eyðilegging á olíuleiðslum í Nígeríu og ótryggt ástand í Írak hafa keyrt upp olíuverð í dag og kostar olían nú 120,21 Bandaríkjadal á mörkuðum í New York.

Þá veldur áframhaldandi veiking dollarans áfram að þrýsta upp olíuverði en fjárfestar kaupa gjarnan olíu og gull þegar dollarinn lækkar til að tryggja fjármagn sitt betur að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Í norðurhluta Íraks hefur tyrkneski herinn aftur hafið áhlaup á kúrdíska skæruliða og í Nígeríu halda uppreisnarmenn áfram að eyðileggja olíuleiðslu, nú síðast í gær þegar unnin voru skemmdarverk á olíustöð í eigu Shell.