Hráolíuverð á markaði hjá Brent í London er nú rétt rúmir 70 dollarar á tunnu. Hæst hefur verðið í dag farið í 71,28 dollara í London, en 68,99 dollara á hrávörumarkaði NYMEX í New York. Þessa stundina er verðið í bandarísku kauphöllinni skráð á 68,58 dollara.   Niðursveiflan á olíuverðinu í síðustu viku hefur nú nær öll gengið til baka og er olíuverðið aftur að nálgast það hámark sem náðist á þessu ári. Enn er þó langur vegur í að verðið nái þeim ofurhæðum varð í fyrrasumar.