Verð á einni olíutunnu fór yfir 126 dollara í kauphöllinni í New York í dag. Hækkunina má fyrst og fremst rekja til mikillar veikingar dollarins gagnvart evru og jeni, sem verkar hvetjandi fyrir fjárfesta til að kaupa olíu í því skyni að verja sig gegn frekara falli dollarans. Bloomberg segir frá þessu í dag.

Olíuverð hefur nú slegið met fimm daga í röð, en evran styrktist talsvert í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4%. Skemmdir á olíuleiðslum í Nígeríu hafa að sama skapi orsakað að landið hefur ekki framleitt jafn lítið magn olíu í áratug.

Hæst fór olíuverð í 126,20 dollara í dag, en verðhækkun á olíutunnunni er 7,5% aðeins í þessari viku. Framvirkar samningar með olíu hafa meira en tvöfaldast í verði á einu ári.