Verð á olíu á hrávörumarkaði í Bandaríkjunum er nú 67,45 dollarar á tunnu eftir að hafa farið hæst í um 71 dollar fyrir nokkrum dögum. Lægst hefur verðið í viðskiptum dagsins farið í 66,59 dollara, en hæst í 67,80 dollara á tunnu.   Olíuverðið á hrávörumarkaði í London er þessa stundina á 70,94 dollara tunnan, en í síðustu viku var það farið að nálgast 75 dollara. Í morgun hefur verðið hjá Brent í London farið lægst í 70,21 dollar á tunnu, en hæst í 71,42 dollara.