Verð á olíu á hrávörumarkaði í London hefur verið að síga uppávið i gær og í morgun. Er verðið nú komið í 70,18 dollara á tunnu eftir að hafa verið í 69,86 dollurum við lokun markaðar í gær.  Á markaði í New York hefur verðið aftur á móti verið að lækka örlítið síðustu klukkustundirnar. Þar er verðið nú  71,65 dollarar á tunnu. Við opnun í morgun var verðið 72,05 dollara á tunnu, en hefur síðan farið lækkandi.