Lækkun olíuverðs á heimsmarkaði stöðvaðist í gær eftir að hafa farið niður í rétt rúma 70 dollara á tunnu á hrávörumarkaði í London. Eftir sveiflukennd viðskipti innan gærdagsins endaði verðið í 73,51 dollara og var komið í 74,20 dollara við opnun markaðar í morgun. Stendur verðið nú í 74,22 dollurum en hefur farið hæst það sem af  er dags í 74,43 dollara á tunnu. Í New York stendur verðið þegar þetta er skrifað kl. 10:30 í 74,84 dollurum á tunnu.