Verð á hráolíu fór yfir 111 Bandaríkjadali á mörkuðum í New York í dag. Þetta gerist í kjölfar þess að í ljós hefur komið að birgðastaða Bandaríkjanna á hráolíu var ekki jafn góð og áður var gert ráð fyrir að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Birgðastaða landsins er nú um 316 milljónir tunna en það er 3,15 milljónum tunna færra en áður hafði verið gert ráð fyrir. Könnun á vegum Bloomberg hafði gert ráð fyrir að birgðir hefðu aukist um 2,3 milljón tunna

Viðmælandi Bloomberg segir birgðastaðan komi á óvart og skapi meira stress en áður var.

Hráolíuverð er nú 111,21 dalir á tunnuna og hefur hækkað um 2,5% í dag. Þann 17. mars síðastliðinn fór verð á hráolíu í 111,8 dali sem er met.