Olíuverð heldur áfram að hækka og hefur aldrei verið hærra. Nú kostar tunnan 114,46 dali á mörkuðum í New York.

Enn er það veiking Bandaríkjadals sem veldur mikilli eftirspurn af olíu en auk þess er birgðastaða olíu í Bandaríkjunum verri en búist hafði verið við.

Þá hefur framboð af olíu minnkað síðustu daga og þá helst frá Mexíkó og Nígeríu.