Olíuverð hefur hækkað um 137% frá ársbyrjun 2003 og um 24% frá áramótum, að sögn greiningardeildar Glitnis sem segir olíuverð aldrei hafa verið hærra.

OPEC tilkynnti í gær að aðildarlöndin myndu halda olíuframleiðslumagni sínu óbreyttu þrátt fyrir hátt olíuverð. Þau segja að framleiðsla á olíu sé meiri en eftirspurn og benda á birgðir í OECD löndunum máli sínu til stuðnings.

OPEC segja hátt heimsmarkaðsverð á olíu vera vegna ótryggs ástands í heimsmálum sem og spákaupmennsku.