Þrátt fyrir viðleitni Opec til að halda uppi olíuverði hefur það ekki verið lægra frá því í febrúar 2004. Opec, samtök olíuframleiðsluríkja, samþykkti á miðvikudag mesta niðurskurð í framleiðslu á olíu frá upphafi. Olían hélt samt áfram að lækka og fór undir 33 dali tunnan á föstudag, að því er segir í frétt FT.

Opec samþykkti að minnka framleiðslu um 2,2 milljónir tunna, sem bætist við samþykkt frá því fyrr á árinu um 2 milljóna tunna samdrátt. Sá samdráttur hefur ekki að fullu gengið eftir og efasemdir eru um að olíuframleiðsluríkin muni fylgja ákvörðun sinni frá þessari viku eftir í verki.