Olíuverð hefur nú lækkað talsvert eins og tíðrætt hefur verið. Olíuverð fór lægst rétt undir 109 bandaríkjadali á tunnuna í dag en þegar þetta er ritað kostaði olíutunnan 109,39 bandaríkjadali og hefur því lækkað sem nemur 0,29 prósentum í dag.

Reuters fréttaveitan segir lækkanirnar vera raktar til minnkandi eftirspurnar eftir olíu upp á síðkastið, sérstaklega í Bandaríkjunum en einnig víðar. Sú staðreynd að olíuvinnslustöðvar í Mexíkóflóa munu fljótlega komast á fullt skrið eftir hremmingar fellibylsins Gústavs. Olíuvinnslum var lokað um tíma vegna fellibylsins en hann var mun áhrifaminni en búist var við.

Olíuverð hefur nú lækkað um 6 prósent síðan á föstudag.