Heimsmarkaðsverð á olíu náði nýju hámarki um miðbik síðustu viku og hefur lækkað aðeins lítillega síðustu daga. Hátt olíuverð bitnar á efnahagsbatanum í heiminum og vinnur gegn hagvexti flestra iðnríkja um þessar mundir. Hagvaxtarspár hafa almennt verið endurskoðaðar til lækkunar að undanförnu í ljósi hins háa olíuverðs. Spurningar hafa í framhaldinu vaknað um hvort vöxtur olíueftirspurnar kunni að minnkað á næstu árum vegna minni hagvaxtar og staðkvæmdaáhrifa eins og bent er á í Morgunkorni Íslandsbanka.

Slíkar vangaveltur markaðsaðila hafa unnið gegn enn frekari hækkun olíuverðs. Eftirspurn er mikil um þessar mundir, birgðastaða er almennt slök og menn óttast aukna eftirspurn yfir háveturinn. Samhliða hefur óvissa í kringum framleiðsluna í Írak, Rússlandi, Nígeríu og Venesúela sett strik í reikninginn. Olíuverð hefur hækkað um hátt í 70% á árinu.