Heimsmarkaðsverð á olíu hefur sveiflast nokkuð í dag á hrávörumarkaði í London. Er verðið nú 91.86 dollarar á tunnu en var 92.04 við opnun í morgun. Hefur það farið hæst innan dagsins í 92,26 dollara. Verðið hefur líka flökt á markaði vestanhafs. Hjá WTI Crude Oil er verðið nú skráð 88,06 dollarar á tunnu, en var 88,48 dollara við opnun í morgun.