Veruleg hætta er á að olíuverð hækki á ný var haft eftir forseta OPEC á mánudaginn. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar þess að tölulegar upplýsingar sýndu að orkukostnaður iðnaðarins í Englandi hefur ekki verið hærri í sjö ár.

Purnomo Yusgiantoro, forseti OPEC (Organisation of Petrolem Exporting Countries) hefur hvatt framleiðslulönd utan OPEC til að auka framleiðslu sína. Það myndi muna mikið um slíkt enda framleiða þessi lönd um 60% af allri olíu. Yusgiantoro sagðist telja að aukin framleiðsla þeirra myndi lækka heimsmarkaðsverð á olíu. En hann taldi að veruleg hætta væri á því að olíuverð hækkaði á ný í kjölfar aukinna hryðjuverka við Persaflóa, sérstaklega þó í Saudi Arabíu.

Yusgiantoro, sem einnig gegnir starfi orkumálaráðherra Indónesíu, sagði í samtali við The Daily Telegraph að: ?Mér sýnist líklegt að olíuverð geti hækkað aftur innan skamms vegna þeirrar pólitísku þróunar sem er á svæðinu."

Byggt á netútgáfu The Daily Telegraph