Olíuverð fór nálægt 120 Bandaríkjadölum í gær eftir að BP lokaði leiðslum í kjölfar verkfalls í Skotlandi auk þess sem uppreisnir heftu framboð frá Nígeríu.

Olíuverð hækkaði um 82% á síðasta ári í kjölfar aukinnar eftirspurnar frá Kína, Indlandi og Mið-Austurlöndum.

Á sama tíma hefur framboð á olíu ekki aukist og gerir forseti OPEC ekki ráð fyrir að slíkt verði ákveðið fyrir næsta fund samtakanna í september.

Fjárfestar virðast enn gera ráð fyrir hækkunum en vogunarsjóðir og aðrir stórir áhættufjárfestar hafa tekið stöðu með hækkun en nú eru rúmlega 70 þúsund fleiri afleiðusamningar á hækkun en lækkun. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Þegar þetta er skrifað, kl. 15:00 er verð á hráolíu 119,03 á hverju tunnu í New York.