Heimsmarkaðsverð á olíu til afgreiðslu í mars hefur lækkað á ný í dag eftir smá þokun upp á við í gær.

Á markaði NYMEX í Bandaríkjunum er verðið nú fyrir nokkrum mínútum skráð á 43,47 dollara tunnan, en var við lokun í gær skráð á 45,73 dollara. Lækkunin er því -4,94%

Hjá Brent í London er verðið nú  44,64 dollarar tunnan, en var í gær 46,96 dollarar. Lækkunin þar í dag er -4,94% eða sama hlutfallslækkun og í New York.