Olíuverð hefur lækkað töluvert síðustu daga frá því það náði sögulegu hámarki fyrir lok októbermánaðar. Á sama tíma hefur hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hækkað og hefur ekki staðið hærra í þrjú ár. Lækkun olíuverðs er einkum rakin til þess að áhyggjur af slakri birgðastöðu hafa minnkað og er staðan nú almennt talin betri en áður. Yfirvofandi verkfalli í Nígeríu sem m.a. ógnaði olíuframboði hefur verið afstýrt og líkur eru á auknu olíuframboði á heimsmarkaði á næstu mánuðum.

Hlutabréfaverð hefur hækkað töluvert síðustu daga í Bandaríkjunum eins og fyrr sagði og S&P 500 hlutabréfavísitalan hefur brotist úr því bili sem hún sveiflaðist innan stærstan hluta þessa árs segir í Morgunkorni Íslandsbanka.