Olíuverð á heimsmarkaði hefur nær staðið í stað í morgun. Fyrir fáeinum mínútum var verð á olíu til afgreiðslu í mars skráð hjá NYMEX í Bandaríkjunum á 41,65 dollara tunnan og 44,42 dollar hjá Brent í London.

Samkvæmt fréttum frá Asíu hefur verð á dísilolíuverið að lækka meira en bensínverð og sömu sögu er að segja af verði á steinolíu (kerosene) eða því sem líka er nefnt þotueldsneyti.