Olíuverð er enn aftur komið í hæstu hæðir, en verð á tunnu fór hæst í 77,3 dollara í gær, segir greiningardeild Landsbankans. Olíutunnan hækkaði um 3% í gær og var 77 dollarar við lok markaðar.

?Fréttir frá næst stærsta olíuframleiðenda í heimi, BP, voru ástæða hækkunarinnar. Ein stærsta olíuleiðsla fyrirtækisins í Alaska þarfnast viðgerðar og mun að öllum líkindum verða óstarfhæf á meðan," segir greiningardeildin.

Viðgerð á olíu leiðslunni getur tekið vikur eða mánuði og framleiðslan getur minnkað um allt að 400.000 tunnur á dag, vegna viðgerðarinnar. ?Því er óttast að ekki muni berast olía frá svæðinu svo mánuðum skipti," segir greiningardeildin.