Olíuverð hefur hríðlækkað í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja lækkun olíuverðs til minnkandi eftirspurnar.

Þegar þetta er skrifað, kl. 17:25kostar tunnan af hráolíu 59,3 Bandaríkjadali á mörkuðum í New York en hefur því lækkað um 3,9 dali frá opnun markaða í dag.

Fyrr í dag hafði tunnan farið undir 59 dali.

Þetta er lægsta verð á olíu frá því seint í mars árið 2007 þegar tunnan af olíu kostaði 56,1 dali.