Olíuverð hefur haldið áfram að lækka það sem af er vikunnar eftir smá hækkun í síðustu viku. Þannig var olía til afgreiðslu í febrúar skráð á NYMEX markaði í Bandaríkjunum í morgun á 36,53 dollara tunnan. Þá var verðið á olíu til afgreiðslu í mars skráð á 44,83 dollara tunnan á hrávörumarkaði í London.

Olíuverðið í Bandaríkjunum í morgun þýðir –60,59% lækkun á olíuverði á einu ári. Þá nemur lækkunin á Brent hráolíumarkaði í London –57,75% lækkun miðað við heilt ár. Gas hefur einnig lækka í verði þrátt fyrir aðgerðir Rússa þegar  rússneski orkurisinn Gazprom, skrúfaði á dögunum fyrir gas til Úkraínu. Þar er reyndar verið að hleypa gasi á leiðslur að nýju eftir að Evrópusambandið tók að sér að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna.