Olíuverð heldur enn áfram að lækka í dag á heimsmarkaði og fór um tíma niður í 118 dali á tunnu.

Fréttir af minnkandi eftirspurn og auknu framboði olíu er það sem veldur lækkuninni. Í gær lækkaði olíuverð einnig vegna frétta um að stormur í Mexíkó-flóa myndi líklega ekki hafa mikil áhrif á framleiðslu og flutninga olíu þar.

Olíutunnan stendur nú í 119,1 Bandaríkjadal og hefur lækkað um 0,6% í dag.