Hráolíuverð hefur fallið í kjölfar styrkingar bandaríkjadals gagnvart Evru. Eru þetta góðar fréttir fyrir smásölu í Bandaríkjunum.

Lækkaði verð á hráolíu um 3 bandaríkjadali og kostar tunnan nú 132 dali. Þegar Bandaríkjadalur styrkist verður olía dýrari fyrir erlenda fjárfesta.

Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Olíuverð hefur hækkað gífurlega undanfarið og fór það hæðst í 139,12 bandaríkjadali en það féll um 7 dali á mánudag. Búist er þó við áframhaldandi hækkunum.

Olíuverð hefur hækkað um 60% frá áramótum.

Stærsti olíuframleiðandi heims, Saudi Arabía, hefur kallað eftir neyðarfundi  þann 22. júní, þar sem ræða á olíuvandann. Ætlunin er að reyna að róa markaðinn og koma böndum verðhækkanir.