Tunnan af Brent olíu í London fór niður í rúmlega 58 Bandaríkjadali í gær úr 67 dölum í byrjun september, samkvæmt upplýsingum greiningardeildar Íslandsbanka.

?Tvær meginskýringar virðast vera á lækkuninni undanfarið. Bæði hefur komið til að hátt olíuverð er farið að hafa áhrif til minnkunar á eftirspurn en einnig hefur minni hagvöxtur í heiminum haft áhrif. Að auki var tjón af völdum fellibylsins Ritu minna en spáð hafði verið. Því er spáð að þetta muni leiða til þess að framleiðslugeta OPEC ríkja verði 6% umfram eftirspurn á næsta ári í stað 2% í ár," segir greiningardeildin.

Íslandsbanki segir að sérstaklega mikil lækkun hafi orðið í þessari viku og hæfur verðið lækkað um fjóra dali tunnan. Bankinn segir olíuverð sögulega enn hátt.