Olíuverð og þróun þess hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Eftir að olíuverð náði 21 árs hámarki 1. júní í 42,43 eftir hryðjuverkaárásir al-Qaida á skrifstofur vestrænna fyrirækja í Khobar í Saudi-Arabíu, hefur það lækkað niður í 38,96 meðal annars vegna þess að OPEC ríkin ætla að hækka framleiðslumagn sitt næstu mánaðarmót. Einnig hafa ekki birst neinar fleiri fréttir um hryðjuverkaárásir á olíusvæðunum um helgina segir í Hálfimm fréttum KB banka.

Þar er bent á að það verði að hafa einnig í huga að þróun olíuverðs og bensíns hefur líka alltaf minni og minni áhrif á neytendur þar sem m.a. bílar eru orðnir sparneytnari en fyrir t.d. 20 árum og er hlutfall orkukostnaðar af ráðstöfunartekjum neytenda því í dag nærri helmingi lægra en fyrir 20 árum.