Lord Browne forstjóri BP ollíurisans, segir að þegar litið sé til framtíðar muni olíuverð lækka verulega. Hann á von á því að jafnvægisverð á olíu fari niður í 40 dollara á tunnuna og jafnvel neðar. Þetta kemur fram í viðtali við hann í þýska tímaritinu Der Spiegel.

Í viðtalinu segir Browne að verð eigi ekki eftir að lækka sé litið til skemmri tíma en með nýjum olíulindum sem eigi eftir finnast muni verð til lengri tíma falla. Hann spáir því að vcerð á tunnu fari niður í 40 dollara og sé litið til enn lengri tíma megi jafnvel búast við að verðið fari niður í 25-30 dollara.

Tunnan af olíu fót upp í 75 dollara tunnan í apríl og hefur að undanförnu verið um eða yfir 70 dollara.