Olíuverð hefur á síðustu 52 vikum sveiflast á bilinu 147,27 þegar það hæst í sumar niður í 37,10 dollara á tunnu um áramótin. Þá var olíutunnan á NYMEX snemma í morgun skráð á 43,30 dollara í framvirkum samningum eftir töluverða sveiflu síðan á mánudag og 49,22 dollara á Brent.

Á vefsíðu Oil-Price.net er sett fram spá um olíuverð eitt ár fram í tímann miðað við hreyfingar á markaði. Þar er gert ráð fyrir að olíuverðið fari í 49 dollara á tunnu. Margar aðrar spár gera ráð fyrir enn lægra verði.

Olíuverðið í morgun var 54,74% lægra á NYMEX en á sama tíma 2008 og 47,84% lægra á Brent.