Hráolíuverð hefur hækkað töluvert og náð nýju hámarki eftir að bandarísk stjórnvöld ákváðu að loka sendiráði og öðrum byggingum í Sádi-Arabíu vegna hótunar um hryðjuverk. Á mörkuðum í Asíu fór tunnan upp í 62,69 dollara, en hefur síðan lækkað lítillega.

Bandarísk stjórnvöld ákváðu að loka sendiráðinu í tvö daga vegna hótana og hræðslan við hryðjuverk hefur ýtt olíuverði upp. Þá þykir ljóst að olíuhreinsunarstöðvar eiga erfitt með að anna eftirspurn þegar líður að vetri og eftirspurn eykst að nýju, ekki síst í Bandaríkjunum sem eru mjög háð olíu til húshitunar.

Í London hækkaði Brent hráolían í morgun um 59 sent og var 61,66 dollar á tunnuna.