Olíuverð á heimsmarkaði hefur rokið upp nú eftir áramótin í takt við hækkanir á annarri hrávöru eins og áli. Hjá Brent í London er verðið á tunnu nú skráð á 80,34 dollar og 81,52 dollara hjá WTI í New York. Hefur verðið ekki verið hærra síðan á haustdögum 2008.