Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið talsvert að undanförnu. Þannig stendur verð hjá Brent í London á olíu í framvikum samningum til afgreiðslu í nóvember nú í 64,97 dollurum á tunnu. Við opnun markaðar í morgun var verðið 65,54 dollarar á tunnu.

Svipaða sögu er að segja af hrávörumarkaði í Bandaríkjunum. Á markaði í New York hefur nóvemberverðið einnig lækkað og stendur nú í 66,52 dollurum á tunnu. Opnunarverðið þar í morgun var 66,84 dollarar á tunnu.