Heimsmarkaðsverð á olíu virðist vera orðið nokkuð stöðugt í kringum 47 dollara tunnan.

Þó vekur athygli að verð á markaði í New York hefur verið örlítið hærra síðustu daga en á markaði í London, en venjulega hefur þessu verið öfugt farið.

Fyrir stundu var verðið á olíu til afhendingar í apríl skráð í New York á 47,80 dollara, en fór lægst upp úr miðjum febrúar í rúma 34 dollara tunnan. Hjá Brent í London er verðið nú skráð á 46,80 dollara tunnan.